SUMARDAGURINN FYRSTI - OUTFIT

21 Apr 2016

Í kvöld fór ég í matarboð til fjölskyldunnar. Ég er nú ekki vön að vera uppstríluð í matarboðum hjá familíunni en Elli fórsturpabbi er myndlistarmaður og mig hefur lengi langað til þess að taka outfit myndir í fallega galleríinu / vinnustofunni hans . 

 


Outfit

Skyrta: Vila
Buxur: Zara
Choker: Zara
Kápa: Lindex 
Skór: Moa
Veski: Moa


Skóna og veskið fékk ég að gjöf frá versluninni MOA í smáralind. 
Ég féll strax fyrir töskunni enda í þessum 70s / boho stíl sem ég elska!
Hingað til hef ég ekki verið mikil pinnahæla kona en það er eitthvað töffaralegt við þessa sem ég fíla í botn.
Þeir eru úr vegan leðri ásamt töskunni og eru þar af leiðandi á mjög góðu verði. 
Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu MOA hér.

Ég mun koma til með að sýna ykkur fleiri gersemar úr versluninni svo stay tuned! 

____________________________________

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast verkið hér að ofan ásamt fleiri upplýsingum á facebook síðu Gallerí Kænuvogs hér og á heimasíðu ella hér.

____________________________________


-KAV