CK SUMAR

25 Apr 2016

Ég hef vafrað á netinu síðustu daga að leita mér að bikiní fyrir sumarið. Ekki það að mig vanti slíkt en það kviknar alltaf á kaupsýkispúkanum þegar sumarið nálgast og mér finnst ég hreinlega verða að eignast ný sundföt. 
Þau sem ég er með á heilanum í augnablikinu eru frá Calvin Klein. Ég ætlaði að panta bikiní af netinu en það reyndist uppselt allstaðar.
Mér datt ekki í hug að það væri til sölu á Íslandi fyrr en vinkona mín benti mér á Lífstykkjabúðina á laugavegi. 

Verslunin var stofnuð árið 1916 og er þar af leiðandi eitt elsta starfandi verslunarfyrirtæki á Íslandi. 
Mér þykir því ákveðinn heiður að fjalla um vörur úr búðinni enda hafa mæður, ömmur og langömmur flestra að öllum líkindum nælt sér í undirföt í verslunni.

___________________________________________________


Aftur að sundfatnaðinum. 
Ég smellti nokkrum myndum af umræddu bikiníi sem mér þykir með eindæmum fallegt.
Sundtaska og töfflur frá CK fengu einnig að prýða myndirnar. 

 Færslan er unnin í samstarfi við Lífstykkjabúðina


Lístykkjabúðin selur einnig hin sívinsælu nærföt frá Calvin Klein ásamt fleira fallegu góssi. 

Mæli með að kíkja á úrvalið. 
Persónuleg og einlæg þjónusta í alla staði.
 

___________________________________________________-KAV