Grískt Salat

26 Apr 2016

Svo ferskt, svo gott og svo hollt.

Þetta salat er ég farin að gera reglulega þegar mig langar í eitthvað hollt og virkilegs bargðgott.
1 Poki salatblanda
5 Tómatar 
1 Gúrka
1 Rauðlaukur
góð lúka af Olífum
2 Paprikur (ein græn og ein í lit)
Fetaostakubbur (það er miklu betra að kaupa heilan fetakubb heldur en þennan sem er í olíunni)
1 tsk Oregano
3-4 msk Olífuolía
3-4 msk Rauðvínsedik

Stundum set ég kjúkling og stundum ekki en þarna barði ég 3 kjúklingabringur í þunnt og grillaði með salti og pipar og skar niður.
Einnig er gott að kaupa heilan tilbúin kjúkling og rífa hann yfir salatið.

Skerið tómata, paprikuna, rauðlaukinn og gúrkuna í bita.
Mér finnst best í þessu salati að skræla gúrkuna og skera hana í þvert í helming og skafa aldinkjötið út og skera hana síðan í bita.
Blandið saman við kálið í skál.

Ólífuolíunni og rauðvínsedikinu er hært saman og sett yfir allt salatið og hrært aðeins saman við salatblönduna.

kjúklingurinn settur yfir og að lokum fetaosturinn í sneiðar og oregano stráð yfir.Ég skellti líka heilhveiti pítubrauðum á grilli með smá olíu og salti til að bera framm með olífupesto og humus.Mjög auðvelt salat að gera og klikkar ekki.

Marta Rún

Ertu ekki öruglega að fylgja okkur á instagram?

@femmeisland

#salat