Heimsborgari : Sandra Steinars í Stokkhólmi

26 Apr 2016

Sandra Steinarsdóttir flutti til Stokkhólms í júní 2015 ásamt eiginmanni sínum Ögmundi sem spilar þar fótbolta með Hammarby. Sandra er lögfræðingur að mennt og vinnur eins og er við verkefni frá Íslandi. Þau hjónin eru gjörsamlega heilluð af borginni og elska að búa þar. Hér er upplifun Söndru á þessari skemmtilegu skandinavísku borg... 

 

Uppáhalds veitingastaður ?

Ég á nokkra uppáhalds veitingastaði en er alltaf að prófa eitthvað nýtt enda er endalaust í boði hérna í Stokkhólmi. Ég fer reglulega á stað sem heitir Indian Garden sem er mjög góður indverskur staður, eins og nafnið gefur til kynna. Hann er á nokkrum stöðum í Stokkhólmi og þar á meðal í næsta húsi við þar sem við búum. 


Miss Voon er skemmtilegur staður þar sem hægt er að fá smárétti með japönsku ívafi og mjög góða kokteila. Stemningin þar er mjög skemmtileg og frábær staður ef maður vill kíkja eitthvað út. 

Svo fór ég nýverið á stað sem heitir Berns Asiatiska, hann er æðislegur, mæli með honum. Þar er hægt að fá gott sushi ásamt mörgu öðru. Það skemmir svo ekki fyrir hvað staðurinn er ótrúlega flottur. 

Urban Deli er líka mjög skemmtilegur staður í Sofo hverfinu sem er fullkominn bæði í lunch og kvöldmat en einnig til að kíkja út í drykk og smá snarl. 

Sandra á Miss Voon. Hvað er must see? 

Gamla Stan, það er gamli bærinn sem er mjög fallegur. Þar eru litlar þröngar götur með fullt af huggulegum veitingastöðum og kaffihúsum. Manni líður svolítið eins og maður sé kominn til Ítalíu. 

 

Best geymda leyndarmál borgarinnar? 

Ég verð eiginlega að segja Yasuragi spa-ið sem er rétt fyrir utan borgina. Þetta er spa hótel sem er ótrúlega ævintýralegt og flott. Við fórum þangað um daginn og þetta er án efa flottasta spa sem ég hef komið í og mæli ég eindregið með því. 

 

Skemmtilegasti markaðurinn? 

Saluhallen er skemmtilegur matarmarkaður á nokkrum stöðum í Stokkhólmi. Þar er hægt að fá allskonar ferskar afurðir eins og kjöt, grænmeti og ávexti. Einnig er hægt að borða allskonar mat á staðnum. 

 

 

Besta kaffihúsið? 

Það eru endalaust mikið af góðum kaffihúsum hérna. Ég fer oft á kaffihús sem heitir Koloni sem er hollustukaffihús í miðbænum. Þar er hægt að fá sér "fiku" án samviskubits. Ég mæli sérstaklega með gulrótakökunni þar! 

Wienercaféet er líka mjög kósý kaffihús í sömu götu og Kolini. Í Sofo hverfinu í Södermalm má einnig finna mikið af huggulegum kaffihúsum. 

 

Bestu verslunargöturnar? 

Mér finnst best að versla í Östermalm. Í kringum Stureplan eru nokkrar verslunargötur td. Biblioteksgatan þar sem mér finnst mjög gaman að kíkja í búðir. 

 

 

Skemmtilegasta hverfið ? 

Mér finnst Sofo hverfið í Södermalm mjög skemmtilegt, það er svo kósý, allt í kaffihúsum og bistro stöðum. Við förum líka oft í miðbæinn í Östermalm, sérstaklega þegar við förum eitthvað fínt út að borða eða kíkjum í búðir. Mér finnst hverfið sem við búum í, Liljeholmskajen, einnig vera mjög skemmtilegt. Við hliðina á húsinu okkar er torg með nokkrum góðum veitingastöðum. Hverfið er við sjóinn og á sumrin er alveg æðislegt að vera þar, fólk í sólbaði á bryggjunni og syndandi um í sjónum. Á torginu eru oft ýmsir viðburðir og ótrúlega góð stemning. 

 

Besti chillstaðurinn? 

Á sumrin er það klárlega bryggjan fyrir utan húsið okkar en annars þá er Sofo hverfið mjög rólegt og huggulegt. Það er fullkomið að rölta þar um á sunnudegi og kíkja td. á kaffihús og spila. 

 

Góður klúbbur til að fara út að dansa? 

Ég verð að játa að ég hef ekki verið dugleg að kíkja á næturlífið í Stokkhólmi en í þau fáu skiptir sem ég hef kíkt út hef ég farið á staði sem heita Sturecompagniet, V og Spy Bar. Þeir eru allir við Stureplan torgið í Östermalm og eru mjög vinsælir. 

 

Besti veitingastaðurinn fyrir fancy night out?

Ég myndi segja Berns Asiatiska,  góður matur og ótrúlega flottur staður. 

 

 

Besti brunchinn? 

Ég hef núna tvisvar farið á stað sem heitir Greasy Spoon. Hann er mjög vinsæll og maður þarf yfirleitt að bíða í ca. 45-50 mínútur eftir borði, en það er þó alveg þess virði. 

 

 

Einnig fór ég nýlega á stað sem heitir STHLM Brunch Club sem var virkilega góður. 

 

Besti skyndibitinn?

Noodle Mama er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Ég verð líka að benda á Vigårda sem er vinsæll hamborgarastaður í Stokkhólmi. 

 

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að heimsækja borgina? 

Ég myndi hiklaust segja á sumrin, en þá er hún algjör paradís. Þar sem hún samanstendur af nokkrum eyjum er mikið af svæðum við sjó sem mér finnst gera borgina rosalega sjarmerandi. Á sumrin er mikið líf við sjóinn, þá opna margir bryggjuveitingastaðir og kaffihús, bátar sigla um og fólk baðar sig í sjónum. 

 

Við þökkum Söndru kærlega fyrir skemmtilegt spjall! 

xxx