Fallegt í 5m lofthæð

28 Apr 2016

Ég rakst á þessa litlu krúttlegu íbúð á vafri mínu og féll strax fyrir henni. En ef lofthæðin væri bara standard há þá væri þetta innlit ekki eins aðlaðandi. Lofthæðin undirstrikar allt sem er fallegt þarna inni, sjáið bara þennan bókahilluvegg! 

 

Svo má ekki gleyma spútnik ljósakrónunni, hún er tryllt. Hún, bókaveggurinn og langi glugginn mynda sannkallaðan vá effektúr.

 

Eldhúsið væri svo miklu meira í takt við alla íbúðina ef það yrði málað í fallegum gráum lit. Eru þið ekki sammála? Ég sá það strax þegar ég var að skrolla niður allar myndirnar að eldhúsið var ekki alveg að virka í samræmi við allt annað þarna inni, það þarf að uppfæra það pínulítið, málning væri nóg. 

 

Ef þú hefur gaman af innlitum þá finnuru þau mörg hér -----> #INNLIT

 

S A R A  D Ö G G