Viljið þið kynnast mér betur?

03 May 2016

Ég er búin að vera mjög efins með að gera þessa færslu enda hef ég farið alveg fram og til baka í hausnum á mér hvort ég eigi að vera persónulegri hér á blogginu eða opna snapchat. Þannig er mál með vexti að ég á bara pínu erfitt með það í skrifum svo ég tel því snapchat betri vettvang til þess.
Bæði hef ég fengið spurningar hvort ég sé með  það opið og hvort mig langi ekki að prufa þann miðil. 
Þetta getur bæði verið gott tækifæri fyrir mig sem bloggara og svo er ég sjálf alveg húkkt á nokkrum íslenskum snöppurum.
Hvort sem það er förðunartengt eða bara eitthvað allt annað þá er bara þessi nálægð svo skemmtileg. 
Bæði myndi ég komast nær mínum lesendahóp og ágæt áskorun fyrir mig að fara út fyrir þægindaramman. 


Eeeen já ég er semsagt bara 24 ára stelpa sem hefur áhuga á tísku, dýrum, förðun og fullt fleira og væri gaman að deila ýmsu með ykkur sem mér finnst erfiðara að setja í færslur. 
Það hafa reyndar margir bæst við með tímanum út af því að ég set mjög mikið inn tengt hundinum mínum. Hann er svolítið eins og barnið mitt og er mjög skemmtilegur karakter sem fólk virðist hafa gaman af. 

Þið sem hafið áhuga á að gerast snapchat vinir mínir þá er það sama og instagram nafnið mitt: kolavig


Vonandi munuð þið hafa gaman af!
Ég er allavega mjög spennt að prófa og þetta verður örugglega smá skrítið fyrst en hlakka til að sjá í hvaða átt þetta mun þróast:) 

 -KAV