Heimili tískubloggara

05 May 2016

Christina er 26 ára tískubloggari með mikinn áhuga á innanhúshönnun. Hún á virkilega fallegt heimili sem hún deilir reglulega með lesendum sínum. Ég hef verið aðdáandi hennar lengi og mæli ég með henni. Hérna er sýnishorn af heimilinu hennar.


Kósý stemming í eldhúsinu hennar. Stólarnir heita Dropi og eru eftir Arne Jacobsen.


Ég þarf svona plaggat í eldhúsið hjá mér


Fyrir ári síðan bloggaði ég um þennan fallega vasa sem heitir DAGG hérna, hann er enn á óskalistanum og mér finnst hann alltaf fallegri og fallegri.


Hún og hennar maður fóru í miklar framkvæmdir í svefnherberginu og létu skipta því í tvennt. Hinu megin við glugga-vegginn er walk-in skápur.

Sniðug lausn í litlu rými... Skórnir í skúffu

Vel skipulagður og mjög aðgengilegur skápur ef svo má kalla...

Bloggið hennar heitir Passion for fashion ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með henni. 

SARA SJÖFN