Sparkling Sangría

11 May 2016

Þegar ég fór til Barcelona í apríl var ég mjög spennt að fá mér spænskar sangríur. Þú gast alltaf valið um rauðvíns, hvítvíns eða cava (sem er spænska freyðivínið). Cava sangría er fullkominn sumardrykkur.

Hér er mynd sem ég tók á Spáni og ég gerði í rauninni bara alveg það sama nema ég bætti við einum ávexti.Uppskriftin er einföld og rosalega fersk og góð.
Ég held að þessi verði drukkin mikið í sumar.
Ég bauð upp á hana í gær með grillmatnum yfir Eurovision og smellti nokkrum myndum.

Það sem þú þarft í uppskriftina er Cava sem er til í ríkinu.
Ég fann þessa flösku hér.
Svo ávexti sem þurfa að vera sætir.
Ég var með jarðaber, appelsínu og aprikósu.
Jarðaber og appelsína er alveg nóg og er fullkomin blanda.Ég var með ískalt Cava svo að ég þurfti ekki klaka, ef þú ert að gera fyrir marga og þið eruð kannski ekki að fara að drekka þetta alveg strax, settu þá klaka í glasið.

Svo er gott að opnað aðra flösku ef þú ert með boð og geta svo bara labbað á milli og fyllt á glasið með Cava.Ég var með tvær tegundir af grillspjótum og tvær tegundir af sósum sem ég bjó til.
Endilega láttu mig vita ef þú villt uppskrift af sósunum og mareneringunni á kjötinu?hvítlauks, lime og graslauks og svo chillihnetusósu.
Þær pössuðu vel með báðum spjótunum.

Sumarmatur og sumardrykkur.
Eru ekki allir komnir í sumarskap ?

Ætla svo að setja inn tvær kokteiluppskriftir fyrir helgina, það er alveg hægt að skála og vera með europartý þótt að við komust ekki áfram.


Marta Rún