STELDU STÍLNUM - INNLIT

11 May 2016

Dönsku hjónin Karen og Peter eiga þetta fallega hús. Þau létu byggja það og er innblásturinn fengu þau af gamalli hlöðu sem þau eitt sinn sáu. Húsið er stórt, hátt til lofts og einstaklega bjart og skemmtilegt. Innlitið birtist í Bolig Magasinet og myndirnar tók Magnus Klitten.


Flotuð gólf, einföld, falleg innrétting og eldhústæki sem setja karakterinn í eldhúsið


Þessi borðstofa er svo innilega að mínu skapi, borð og stólar - NORR11


Sambærilegt sófaborð úr IKEA hérna, HAY hægindastóll er hægt að fá í Epal.


Ég er mjög heilluð af flísunum og smáatriðin eru uppá tíu.

Þetta er sniðugt rými. Nýtist sem vinnuherbergi og/eða föndur og afþreyingasvæði fyrir alla fjölskylduna.


Kartell kommóða, hægt að fá bæði í Casa og Epal. Ég er sjálf með svona náttborð og mæli með þeim.


1. Shanghai stóll - NORR11 2. Ljós - BAUHAUS 3. Standlampi - IKEA 4. Rough borð - NORR11 5. Ljós - IKEA 6. Úti-sófasett - Rúmfatalagerinn

SARA SJÖFN