Langar þig í ný sundföt? GJAFALEIKUR

14 May 2016

Í samstarfi við Abyss.is ætla ég að gefa heppnum lesanda bikiní eða sundbol að eigin vali. 

Ég valdi mér þetta bikiní frá þeim því mig langaði í eitthvað ótrúlega basic og klassískt en samt alltaf flott og tímalaust. Hlýralaus push up toppur og basic buxur.

 
 
Ég mun spóka mig í þessu næstu helgi í Marrakech í útskriftaferð lækna. Við Hjálmar erum búin að vera saman í 10 ár en höfum aldrei ferðast út saman svo að þessi ferð verður líklega okkar fyrsta og síðasta bara ein tvö, allavega næstu árin. Við erum ótrúlega spennt jafnt því að vera ótrúlega stressuð að fara frá litla prinsinum okkar í viku. Mömmuhjartað er ekki alveg að meika þetta og ég ræð varla við tárin þegar ég hugsa um þetta. En ég veit það að hann verður í góðum og öruggum höndum hérna í ömmu & frænku dekri.
 

Bikiníið passar mér fullkomlega og mér líður mjög vel í því sem er fyrir öllu. Ég hef nefnilega aldrei verið sú sem elskar að spóka sig um í bikiní, fara reglulega í sund eða á þá staði sem krefjast þess að maður sýni mikið hold og ennþá minna eftir barnsburð! En það kemur líka ákveðin pressa á mann eftir að maður eignast barn sem maður setur á sig sjálfur, auðvitað vil ég geta hætt þessu útlitsbulli og farið bara reglulega með barnið í sund án þess að þurfa að pæla í því hvernig ég tek mig út í sundfötum.

Eftir þessi skrif hlakkar mér bara pínu til að sóla mig í two-piece og leyfa meðgöngulínunni minni að lýta dagsins ljós, lata flata rassinum sem ég hef ekki nennt að lyfta upp og brjóstunum sem urðu að engu eftir gjöf. Þetta kemur með mér í handfarangri til Marokkó. 

Ef þið viljið fylgjast með mér í ferðalaginu þá er ég með Instagramið mitt opið - @sdgudjons


__________

 

Ég ætla að enda þetta á G J A F A L E I K
.. og gefa einum heppnum lesanda bikiní eða sundbol að eigin vali frá Abyss.is

 LIKE-aðu ABYSS á facebook
LIKE-aðu femme á facebook. 

Kvittaðu undir hér á fb commentakerfinu

og þú ert komin í pottinn.

 

S A R A  D Ö G G