Björt, falleg & dass af Glamúr

17 May 2016

Ég rataði á þessa fallegu íbúð á pinterest vafri, hvert horn heillaði mig í þessari íbúð. Íbúðin er afar björt og stílhrein, en samt svo hlýleg og persónuleg. Það er ekki oft sem ég birti innlit og langar hreinlega að búa í íbúðinni sjálf, þar sem ég er afar ánægð með mitt heimili, þetta er hinsvegar eitt af þeim.

Grunnurinn heillar mig mikið þarna, paket, gluggar og skipulag.


Í stað þess að hafa veggina alla hvíta verður íbúðin mjög hlýleg með þessum ljósgráa lit. Þarna er sjónvarpið ekki útgangspunktur stofunnar eins og við Íslendingar gerum gjarnan. Virkilega sjarmerandi stofa.


Ég er mjög hrifin af því að nota tímarit og bækur sem hækkanir og til skreytinga.


 


Falleg smáatriði leynast víða, uppröðun ramma heilla mig líka.


Heimabar ofan á skenknum hentar vel þegar börn eru á heimilinu


Hvítar inntéttingar, dökkur viður og marmari er góð blanda í eldhúsið.


Geggjuð hilla


Heillandi svefnherbergi... dökkir veggir á móti ljósum húsgögnum


Krúttlegt barnaherbergi


Myndir: Anders Bergstedt

Ef ykkur líkar einhverjar myndir er um að gera að geyma þær á ykkar pinterest, þið finnið pinterest takk í vinsta horninu - uppi.

SARA SJÖFN

#INNLIT #BARNAHERBERGI #SKANDINAVISKT