Geggjaður Grænmetisréttur

17 May 2016

Éf hef reynt á mánudögum að vera með grænmetisrétt í kvöldmatinn. Aðallega þá til að vera með fjölbreytni í matargerð og prufa eitthvað nýtt.
Hér er uppskrift af hollum og góðum grænmetisrétt.

 


2 msk ólífuolía
1 gulrót 
1 laukur 
2 sellerístiklar
2 hvítlauksgeirar
1 matskeið tómatpúrra
1 rauður chilli
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cumin
1/2 tsk cayenne pipar
250 ml grænmetissoð (1 grænmetisteningur í heitt vatn)
2x400g hakkaðir tómatar (tvær dósir)
2x400 g blandaðar baunir (ég notaði nýrnabaunir og kjúklingabaunir)
1 avókadó 
sýrður rjómi


Byrjaðu á því að skera grænmetið í frekar smáa bita.
Settu svo olíuna í pott og hitaðu á lágum hita.
Bættu í pottinn gulrótinni, lauknum og selleríinu. Þetta steikiru í 10 mínútur eða þangað til að það fer aðeins að mýkjast.
Bættu við hvítlauknum, tómatpúrrunni, chilli, öllum kryddunum og grænmetissoðinu og hrærðu öllu saman í rúma eina mínútu.
Bætið svo við tómötunum og baununum (skolið bauninar fyrst í sigti áður en þið setjið þær í pottinn)
Lokið pottinum og látið malla í 30 mínútur.
Takið síðan lokið af og látið malla í 10-15 mín í viðbót og þá ætti rétturinn að vera orðinn frekar þykkur og tilbúinn.

Mér finnst gott að bera þetta fram með kóríander, smátt skornu avókadó, sýrðum rjóma, snakki, salati eða osti.Bláu skálarnar og gylltu matskeiðarnar keypti ég í Söstrene Gröne.
Litlu Le Creuset pottana keypti ég erlendis en þær fást í Líf & List.

Marta Rún
#meatlessmonday