Fljótleg og ódýr handsnyrting

19 May 2016

Mig langaði til þess að deila með ykkur frábærri þjónustu sem Madison Ilmhús er að bjóða uppá.


Ég vil byrja á því að taka fram að þessi bloggfærlsa er ekki unnin í neinu samstarfi eða kostuð, einfaldlega ég sem ánægður viðskiptavinur að deila minni upplifun.

Þegar ég bjó úti í New York þá fór ég alveg reglulega í handsnyrtingu og lökkun (manicure) og það kostaði alltaf rétt um 15 dollara.

En það var aldrei neitt í boði hérna heima nema þá mjög ítarleg handsnyrting sem tekur um klukkutíma.
Það er auðvitað algjört dekur og er ég alls ekki að tala niður til þess.

En svo frétti ég af því að snyrtistofan á Madison Ilmhús líka að bjóða uppá létt handsnyrtingu og góðu verði.

Það sem er í boði er.
 Lökkun á snyrtar neglur sem er 2000.kr
og 
Lökkun og þjölun á 3.600. kr

Ég fór í lökkun og þjölun.

Neglurnar eru þjalaðar allar og naglabönd létt snyrt.
Handaáburður og svo veluru þér lit.
Undirlakk, 2x umferðir af lit og yfirlakk.

Þú ert alveg í dekri í 30 mínútur og kemur úr með fullkomnar lakkaðar og snyrtar neglur.
Lakkið endist líka mjög lengi.


Ég mæli með þessu og á pottþétt eftir að nýta mér þetta þjónustu oft.
Sniðugt þegar maður er að fara eitthvað fínt eða bara tríta sig með öðru en mat einstaka sinnum !

Snyrtistofan og verslunin er líka svo æðisleg og falleg ef þú hefur ekki komið þangað.

Mæli með,

Marta Rún