LOST & FOUND TREASURE

22 May 2016

Í fyrradag endurheimti ég Bjarna kærastann minn eftir 6 vikna aðskilnað. Mikið sem það er gott að hafa hann heima. 
Við tókum bæjarrölt í gær og smökkuðum meðal annars Reykjavík Chips í fyrsta skipti sem fékk vægast sagt góðar endurtektir enda erum við miklir chili mæjó aðdáendur! 
Ég plataði greyið Bjarna að sjálfsögðu í að taka nokkrar outfit myndir, aðallega því ég var svo himinlifandi að hafa fundið þennan gamla bomber jakka sem ég keypti fyrir löngu síðan og var búin að telja mér trú um að væri týndur. Það reyndist svo ekki vera mér til mikillar gleði!
Ég hafði bara falið hann of vel í flutningum síðustu ára. 

 // Jakki: Secondhand // Buxur: Vila // Peysa: Monki // Skór: Dr. Martens // 


 

-KAV