
Margrét Þóroddsdóttir er með puttana á púlsinum þegar kemur að hönnun og tísku. Hún er tískuritstjóri Nude Magazine og segir okkur hér frá sínum fimm uppáhalds hlutum um þessar mundir.
Hay - Tray table. Mig hafði lengi langað í tray-table borðið frá Hay þegar ég loksins fékk það í útskriftargjöf í fyrra.
Ilmkerti frá Aquiesse. Ég er ilmkertasjúk og er alltaf að kaupa mér ný kerti í safnið. Lyktin Luxe Linen frá merkinu Aquiesse er í algjöru uppáhaldi núna.
Lyklakippa. Ég elska allt bleikt og nýja lyklakippan mín frá Mathildu Kringlunni er í miklu uppáhaldi.
Alexander McQueen veski. Ég hafði lengi leitað að fullkomnu seðlaveski þegar ég fann þetta gullfallega rósagyllta veski frá Alexander McQueen í Maiu á Laugavegi. Ást við fyrstu sýn!
Nespresso kaffivél. Kaffivélin er án nokkurs vafa þarfasti þjónninn á heimilinu. Nespresso tryllitækið lagar fullkomið kaffi á örskotsstundu
Þið finnið Margréti á instagram hér -> @margretht
SARA SJÖFN