NEW IN / PIECES X JULIE SANDLAU

26 May 2016


Ég fékk sendan æðislega krúttlegan pakka fyrir um viku síðan. 
Hann er frá versluninni VILA og í honum var þetta fallega skart frá merkinu Pieces hannað í samvinnu við danska skartgripahönnuðinn Julie Sandlau.

Ég hef verið að bíða eftir þessari línu þar sem að ég get ekki notað gervi lokka. 
Skartið er úr ekta sterling silfri og það komu einnig sett úr línunni húðað gulli og rósagulli.

 
Eins og ég hef komið inn á áður þá opnaði ég Snapchat aðganginn minn fyrir almenningi og þar opnaði ég meðal annars þennan pakka um daginn. 
Ég mun koma til með að deila ýmsu skemmtilegu tengt blogginu og mínu daglega lífi þar inn á ef þið viljið fylgjast með.
Notendanafnið er kolavig

____________________________________________


Ég er alveg yfir mig ánægð með skartið sem er tilvalin útskriftagjöf eða við önnur tækifæri!


Takk fyrir mig Vila


-KAV