Mest notuðu hlutirnir í eldhúsinu hjá Mörtu

31 May 2016

Í þessari færslu ætla ég að telja upp þá hluti sem ég nota hvað mest í eldhúsinu mínu og upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa þá.Kaffivélin.
Dualit espresso vél.
Ég fékk hana í Fastus.
Ég var lengi með Nespresso vél en langaði að breyta til og geta búið til og smakkað mismunandi tegundir af kaffi.
Geta t.d. gert alvöru cappucino eða latte í kaffihúsastíl.
Þessi vél er alls ekki dýr og er mjög ánægð með hana.Le Creuset kaffibollar.
Þessa keypti ég í í Le Creuset búð í Barcelona núna í apríl.
Ég veit ekki hvað það er því ég er nú ekki mjög bleik í mér en núna á ég allt í einu fullt af ljósbleikum hlutum í eldhúsinu.
Þeir eru í svo þægilegri stærð og halda góðum hita.
Le Creuset fæst í Líf og List og Byggt & Búið.Hnífurinn.
Þú þarft ekki að eiga fullt að græjum til að vera góður að elda en ég vill meina það sé samt alltaf gott að fjárfesta í góðum hníf.
Talandi um bleikt...
Bleki KAI hnífurinn minn.
Keypti hann í Dúka.
Mjög gott verð fyrir góðan hníf.

Steypujárnspanna
Þessa snilld fékk ég í Kokku.
Það er svo gott að eiga pönnu sem má fara inní ofn, út á grill og á helluna.
Á YouTube og Facebook má svo oft sjá svona pönnur notaðar.
Ég er byrjuð að nota mínar rosalega mikið.
Steypujárnspottur
Veit ekki hversu oft ég hef talað um þennan pott en ég nota hann alltaf jafn mikið.
Sérstaklega í vetur í svona "slow cook" 
Minn er frá Le Creuset en það eru til margar tegundir af svona pottum og ég mæli með að prufa.
Grillið.

Ég elska grillmat.
Við fjárfestum í grilli síðasta sumar og það hefur verið notað ótrúlega mikið síðan.
Mér finnst gaman að grilla en ég reyni að láta makann minn sjá um það því hann grillar kjöt betur en ég.
Weber grill fást held ég á mjög mörgum stöðum til dæmis í Byko og Hagkaup


Marta Rún