NORMANN COPENHAGEN - HEIMSÓKN

02 Jun 2016

Ég og Marta Rún skelltum okkur til Kaupmannahafnar um daginn í helgarferð, aðalega til að njóta og hafa gaman. Við nýttum samt sem áður á föstudaginn vel og fórum í heimsókn í höfuðstöðvar Normann Copenhagen og fengum kynningu á nýju smávöru línunni þeirra sem ber yfirskriftina Daily fiction en í þeirri línu eru yfir 200 smávörur. Vörurnar eru allar consept sem mundi sóma sér vel við hvaða skrifborð, vinnustað, heimaskriftofu, náttborð eða hvað eina annað. Smáatriðin leyna sér ekki í hverri einustu vöru sem gerir þetta allt saman mjög sjarmerandi.


 Vörurnar eru mjög litríkar og er þeim stillt upp í pastel bláar hillur, þannig tilfiningin er eigilega að ganga inní nammibúð fyrir fullorðna.  


Það má segja að hver einsta vara hafi fengið smá rödd því umbúðir og önnur lítil smáatriði setja vörurnar á annað level að mínu mati.


Þessi alltof flottu skæri fengur að koma með mér heim


Þarna er mjög gott dæmi um hvað þrjár skrifblokkir hafa fengið stærri merkingu og eru töluvert aðlaðandi til kaupa


Það er mörg litaþemu sem gerir það að verkum að það er eitthvað fyrir alla


Daily Fiction vörulínan var hönnuð með hönnunarteyminu Femmes Regionales.


Hefði viljað einn í hverjum lit... einnig eru til blýantar úr velvet efni, klikkað flottir.


Þessi mynd heitir eftir vinnu á föstudögum, Danir kunna þetta. Einn af eigendum Normann Copenhagen og aðrir toppar í fyrirtækinu að pústa eftir vikuna.

Daily fiction línan kemur í Epal í byrjun Júlí. Ef þið viljið vita meira eða sjá fleirri vörur geti þið gert það hérna, því þessar myndir sína bara brot. 

SARA SJÖFN

#MYDAILYFICTION