NÝ ÍSLENSK VEFVERSLUN / BARKODE.IS

04 Jun 2016

Þessi færsla er ekki kostuð.

Á netvafri mínu í vikunni rakst ég á nýja og flotta vefverslun sem fangaði athygli mína, www.barkode.is.
Þar er að finna fallegar flíkur og fylgihluti á góðu verði.
Það sem heillaði mig einna mest var útlitið og fagmennskan á síðunni. 
Ég grennslaðist fyrir og hafði uppi á einum eiganda verslunarinnar, Antoníu Lárusdóttur sem stofnaði fyrirtækið ásamt kærustu sinni Öldu Karen Hjaltalín. 

__________________________________________________________


Ég forvitnaðist aðeins hvaðan hugmyndin kviknaði og hvað það var sem dreif þær út í að stofna fyrirtækið.

Hugmyndin spratt upp klukkan þrjú um nótt, við gátum ekki sofnað og vorum eitthvað að spjalla um framtíðina. Við vorum að ræða um það hvað við vildum hafa áhrif á sjónarmið í samfélaginu. Við vildum boða nýja hugsun, að við erum öll saman í þessu, hver sem þú ert eða hvar sem þú ert staddur í heiminum að þá stöndum við öll saman.
Okkar markmið er að samfélagið myndi hugsa meira um heiminn sem ein heild frekar en mörg lönd. Með þessu kom UN women í þetta, það að ungar konur geti styrkt kynsystur sínar úti í heimi með að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt fannst okkur fallegur boðskapur.
Svo til að bæta ofan á það eru allar vörur vegan. Þannig já tískufyrirtækið Barkode varð til útfrá þessari hugsun.


Ég spurði einnig út í ferlið og hvernig það var að koma batteríinu í framkvæmd. 

Ferlið gekk misvel í byrjun enda erfitt að finna framleiðendur sem tíma að senda til Íslands og þurftum við í eitt skipti að fara alla leið til Parísar til að klára samninga. Þetta er búið að taka 8 mánuði í heildina að koma fyrirtækinu af stað en það er líka betra að gera þetta vel heldur en að vera flýta sér. Um leið og við vorum byrjaðar að fá fyrstu fötin hingað til landsins varð þetta miklu skemmtilegra og auðveldara. Við fórum að velja umbúðir, setja upp síðuna og taka allar þessar myndir fyrir síðuna.. Sem var engin smá vinna, sem betur fer var Ísabella módelið okkar og hún er fagmaður fram í fingurgóma!


__________________________________________________________
 

Ég tók saman mínar uppáhalds flíkur úr vefversluninni www.barkode.is

Þess má til gamans geta að Antonía tekur allar myndirnar fyrir síðuna enda ekkert smá hæfileikaríkur ljósmyndari.

 

Þið getið skoðað instagram Barkode hér
Svo hef ég verið að followa Antoníu á instagram í þónokkurn tíma svo ég mæli einnig með því að kíkja á það hér


__________________________________________________________

 

Ég elska metnaðarfullt ungt fólk og þær flokkast klárlega undir það. 
Ekkert smá flottar stelpur og miklir fagmenn.
Frábært framtak, til hamingju og takk fyrir spjallið !


-KAV