Light shades of gray

05 Jun 2016

Ég færi ykkur sunnudagsinnlitið héðan úr Grímsnesi þar sem ég hef það náðugt upp í bústað með fjölskyldunni. Ég viðurkenni það að það hefði verið ó svo ljúft að fá að sofa út en litla mannlega vekjaraklukkan mín (Nóel) gefur ekki leyfi fyrir því. 

Á meðan kæró hendir í egg & beikon handa liðinu þá ætla ég að sýna ykkur eitt stk innlit sem ég rakst á - týpískt sænskt heimili. Þessi neutral litapalletta hjá Svíunum virkar alltaf, ótrúlega tímalaus og falleg. 

 

Stílhreinir gráir veggir, ljós viðargólf og dökk húsgögn.
Ég er á því að rýmið væri ekki jafn spennandi ef húsgögnin væru ljós, það er mikið ríkara með dökkum og hráum húsgögnum sem gefur þetta contrast sem maður sækir svo í, dökkt á móti ljósu. 

Steldu stílnum með VITTSJÖ hillueiningu frá IKEA. 

Einnig fann ég hillu frá FAKÓ verslun, sjá hana hér. 
 

Steldu stílnum með DUKE sófaborði frá NORR11, til í þrem stærðum. 

 

 


Eigið yndislegan sunnudag xx

S A R A  D Ö G G