Litli töffarinn minn

08 Jun 2016

Nóel var svo heppinn að fá þessa fallegu peysu að gjöf ásamt þessu flotta oreo-nagleikfangi frá barnavefversluninni SirkusShop.is

 

Lítill krúttkall í glænýjum New Balance skóm frá Svövu frænku.
 

  
 

Nagleikfanginu er hann ekki búin að sleppa enda mikið pirraður í gómnum. Hann er mikið hrifnari að þessu nagdóti heldur en einhverju öðru sem ég hafði keypt. Ég er búin að prófa ýmislegt kælidót til að minnka ertinginn, en barnið er búið að vera pirrað í 4 mánuði í gómnum en enginn tönn er ennþá sjáanleg. Ekki nóg með það hvað það er gott að naga þetta sykurlausa mjúka oreokex þá er þetta líka ekkert smá krúttlegt accessorie. Þetta fylgir okkur hvert sem hann fer enda getur hann unið sér að naga þetta lengi. 
 

 
 

Peysan er frá Organic Zoo og er æðislega mjúk enda úr 100% lífrænum bómul. Hún er ekkert smá sæt og Nóel gæti alveg deilt henni með litlu frænku sinni þar sem hún passar vel báðum kynjum. Þau tvö eru það allra sætasta og við systur hlægjum oft að því að þau gætu verið tvíburar. Ég þarf að fara henda í myndatöku af þeim saman, ég kannski deili þeim myndum með ykkur þar sem ég efast ekki um það að þau eigi eftir að krútta yfir sig sem þau gera daglega, svo sæt eru þau saman. 

________

Takk fyrir okkur Sirkus  Xx

S A R A  &  N Ó E L