New Balance á sæta stubba

14 Jun 2016

Þessi færsla er ekki kostuð. Þetta ofurkrúttlega skópar fékk strákurinn minn í sumargjöf frá Svövu frænku og góðvinkonu okkar. Þvílíkt sem hann er lánsamur með allt góða fólkið í kringum sig hvort sem það eru frænkur eða "frænkur". Eitthvað verður þetta dekrað barn, meira af öðrum en mér held ég bara. 

Skórnir eru í stærð 21, þeir eru frá New Balance og fást í glæsilegri barnavöruverslun Petit. Þeir eru sjúklega flottir á bæði peyja & pæjur og halda vel að. Eins og má sjá á myndunum þá er Nóel alsæll með þá og finnst þeir líka rosa góðir á bragðið.

 

 

 

 

S A R A  D Ö G G