Kasjúal

17 Jun 2016

Outfit gærdagsins var heldur betur einfalt en samt sem áður alveg kúl. Reyndar, ég viðurkenni það, ég var ekkert allan daginn í hælum. Ég henti mér alveg í sneakers þegar ég var að brasa í bænum, en ég líka elska að geta dressað mig upp og niður bara með því eina að skipta um skó. 

Ég er búin að fá margar spurningar um þennan suede jakka en hann fékk ég í H&M fyrr á árinu - Ótrúlega flottur og liturinn gorgh!

Þið afsakið myndgæðin, síminn var gripinn fyrir þetta verk þar sem minn insta husband kvartar og kveinar allan tímann sem hann dettur í það hlutverk og hótar á meðan að opna óheillandi & óaðlaðandi lífsstílsvefinn HOMME.is. Fáranlega góð hugmynd! Ég myndi lesa. 
 

 

S A R A  D Ö G G