Uppáhalds kjúklingasalatið mitt

21 Jun 2016

Gott kjúklingasalat er klárlega eitt af mínu uppáhalds máltíðum og þarf það ekki að vera flókið.
Hér er uppskrift af salati sem ég geri lang oftast og tekur mig enga stund að gera.Grunnurinn getur verið það grænmeti sem þér finnst gott.

Ég er ofast með:
Spínat
Tómata
Papriku
Rauðlauk
Mango eða jarðaber

Ég set couscous með chilli og tómötum yfir salatblönduna. 
Ég kaupi pakka af þessu í krónunni, það er líka til með kókos og lime og venjulegt en mér finnst gott að hafa það smá sterkt.
Það eina sem þú þarft að gera er að hella heitu vatni yfir og bíða í nokkrar mínútur.
Couscouse gerir salatið aðeins matarmeira fyrir svanga menn.

Kjúklingur:
Þú getur keypt tilbúin kjúkling ef þú ert á hraðferð og rifið ofan í, en í gær hafði ég tíma til þess að marenara tvær bringur með hvítlauk, kóríander, lime, salti og pipar. Svo barði ég bringurnar niður í þunnar sneiðar og setti á grillið í nokkrar mínútur.


Skar þær yfir salatið með fetaosti, olífuolíu, fræjum og kreisti lime safa yfir.


Einfalt, fljótlegt og hollt eins gerist best.

Marta Rún

#salat