EINFALT & STÍLHREINT

29 Jun 2016

Stundum getur verið einfalt en samt svo flókið að finna fyrirsögn á innlit. Einfalt & stílhreint á við um svo margt og þar á meðal þessa íbúð, hef notað þessa fyrirsögn áður og mun pottþétt gera það aftur. Ég heillaðist af heimaskrifstofunni og ganginum í þessari íbúð, fallegir litir á veggjum bæði í svefnherbeginu og ganginum. Þessi íbúð er mjög skandinavísk og einföld en samt svo falleg og sjarmerandi, svo leynast líka alltaf einhverjar hugmyndir í öllum innlitum.


Sambærilegur legubekkur og er hér að ofan fæst í IKEA og er úr Sinnerlig línunni sem ég sagði ykkur frá hér. Það sama á við um ljósið, hægt er að fá það hér.

Sama á við um þetta sófaborð sem notað er sem hliðarborð þarna, það er úr Sinnerlig línunni og er til í IKEA hér.


Þetta borð er að öllum líkindum heimatilbúið. Fjórar fætur úr IKEA, pússaðar og lakkaðar spýtur settar saman. Getur verið mikil vinna en mjög hagstætt.


Eldhúsið er mjög einfalt, fallegt og praktíst. Falleg smáatriði sem poppar þetta upp.

Ég elska svona marokkó pullur. Hægt er að fá sambærilega hjá SEIMEI hérna.


Myndir eftir Jonas Berg fyrir Inredningshjälpen

SARA SJÖFN