Óskavörur í herbergið hans Nóels

29 Jun 2016

Þessi listi sko! Ég sagði við kæró í gærkvöldi að ég ætlaði að "henda" í eitt blogg, en neinei um leið og ég var byrjuð að skoða íslensku vefverslanirnar þá var enginn stoppari á mér.      - Þessi færsla er ekki kostuð. 

Ég er s.s. í því prósessi að hanna herbergið hjá litla stráknum sem er einnig gestaherbergi, svo að gólfplássið er ekki mikið. Eins og ég hef nefnt hér áður þá er ég með þetta herbergi á heilanum. 

Þessi listi hér fyrir ofan eru ýmist óskavörur sem mig langar til að bæta við í herbergið hans og svo vörur sem ég hef þegar keypt. Ég mun taka það fram hverjar þær vörur eru og hvar þær eru fáanlegar. 

________

1. Guðdómlega fallegar myndir frá AMIKAT. Ég átti ljóna myndina og fékk hana í SIRKUS SHOP sem selja einnig myndirnar. Ég var svo yfir mig hrifin af henni að ég bætti fleirum við hana þegar leið mín lá í Gamla Bíó á markað vefverslana sem var síðast liðinn föstudag. Þvottabjörninn fékk að fylgja mér heim enda ofurkrúttlegur, og svo bætti ég við tveimur minni myndum í safnið - Kannski að maður hendi bara í einn Amikat Gallery-vegg. 

2. Órói frá FAKÓ. Þessi væri flott viðbót í herbergið,fallegur og minimalískur, það er ekkert verið að flækja hann. Ég er þegar búin að skreyta með pom-poms en það helst bara ekki í loftinu, ætli ég þurfi ekki að enda á því að setja krók í loftið og festa það þannig. 

3. Goki dýr frá PETIT. Ég keypti Gíraffan um daginn handa Nóel - svo sæt leikföng sem hægt er að leika og djöflast með og ekki skemmir hvað þau gera mikið fyrir herbergið þegar þeim er raðað upp fallega (af mömmunum).

4. Vegglímmiðar frá Ferm Living sem fást í Hrím. Í einum laugavegsrúntinum kippti ég þessum með og sé sko ekki eftir því. Það er hægt að leika sér á marga vegu með þessar pílur. 

5. Það er leikur að læra - stafrófskubbar, svipaðir fást í PETIT

6. HouseDoctor vegghilla sem fæst í FAKÓ. Þessi væri æði upp á vegg - hún kemur í þremur litum. 

7. Þessir snagar frá REYKJAVIK BUTIK fengu einnig að fylgja mér heim frá markaðnum. Ég keypti 3 í sitthvorum litnum og ætla að notfæra mér þá sem hagnýtt skraut því þeir eru bæði fallegir einir og sér upp á vegg og svo er hægt að henda yfirhöfnum eða eitthvað slíkt á þá. 

8. Allskonar finnur maður sniðugt í RÚMFATALAGERNUM. Ég fann þessa geymslupoka þar og festi kaup á þennan hvíta með gráu stjörnunum - Leikföngin hans Nóels fá að sofa þar. 

9. Þessa vegghirslu þarf ég fyrir bækurnar hans og annað. Pokahirsla frá HouseDoctor sem fæst í FAKÓ - æðisleg!

10. Þennan fallega sveppalampa fékk Nóel í skírnargjöf. Það kemur ótrúlega hlý og þægileg birta af honum. 

11. Rustic stafaljós frá TINY TRESOR sem myndi poppa upp hvaða barnaherbergi sem er - I want!

12. Eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá deilir Nóel herbergi með fjölskyldunni okkar þegar hún á leið í bæinn. Ég hef ekkert farið út í það að "skreyta" þann hluta af herberginu, ætla að reyna eins og ég get að hafa hann neutral og örlítið fullorðins. En þetta veggljós frá HouseDoctor myndi virka fyrir bæði barna- og gestaherbergi fyrir ofan náttborðið. 

13. Þið kannski sjáið mynstrið, ég hreinlega elska vörurnar frá HouseDoctor og FAKÓ er ein af mínum uppáhalds verslunum. Þessi ljósasería væri skemmtileg viðbót í herbergið. Ég myndi örugglega koma henni fyrir öðru hvoru megin á gardínustönginni og láta hana bara liggja beint niður. 

14. Geymslubox frá PETIT fyrir litlu hlutina - Praktísk box sem gera einnig margt fyrir augað. 

15. Enn einn snaginn sem fékk að koma með mér frá markaði vefverslana. Þennan flotta fékk ég í SIRKUS SHOP.

16. Þetta koddaver ásamt öðru geometrísku koddaveri fann ég í RÚMFÓ. Ég er að segja ykkur það, það er fullt hægt að gera með vörum frá lágvöruverslunum eins og Rúmfatalagernum, Byko og Söstrene Grene. Ég elska að taka einn hring í þessum verslunum og oftar en ekki kem ég út með eitthvað ágætt sem ég veit að ég geti gert að einhverju fallegu. 
 


17. Númer sautján er ekki á listanum þar sem ég gleymdi að koma myndinni fyrir og var bara að fatta það núna, my bad. Þetta ofurkrútt- og töffaralega ljós fæst í uppáhalds ljósabúðinni minni LÝSING OG HÖNNUN. Ef ég ætla all in að hanna þetta herbergi þá væri þetta algjör vá-effekt og klikkað flott viðbót. Ég mæli með að þið kíkjið á þessa búð, æðislegar vörur og brjálað góð þjónusta. 

________

Þessi færsla tók svo miklu meiri tíma en ég ætlaði mér, svo vonandi nýttist hún einhverjum þarna úti sem er í sömu pælingum og ég. Ég gerði svipaðan lista þegar ég var ófrísk af Nóel, ég læt hann fljóta með. 

- p.s. þið megið endilega láta mig vita ef þið eruð hrifin af þessum endalausu listum frá mér með því að henda í eitt stk like á þessa færslu. Það væri gaman að sjá hvort að ég sé að gera þetta fyrir fleirri en mig ;) 

Takk fyrir að lesa xx

S A R A  D Ö G G