Nagla-Barinn

05 Jul 2016

Innlitið frá mér að þessu sinni er Naglastofa sem ég rakst á á vafri mínu rétt í þessu. 

Ég kannski þekki það ekki hvort slíkar stofur séu að vana svona fallegar þar sem ég hef aldrei keypt þessa þjónustu erlendis. En vá hvað það yrði gaman að gera mér dag með vinkonum, fá smá dekur og lökkun, jafnvel með smá rósavín í hönd(það er aldrei verra) og flissa í góðra vina hópi. Þessi PaintBar Nail Bar(eins og hann er kallaður) öskrar nefnilega á mig að fá mér bleikan drykk og láta lakka á mér tærnar, sem segir mér það að þetta konsept virkar!

Ég veit ekki með ykkur en persónulega finnst mér þessi stofa ofur krúttleg og bara nokkuð chic. Maður spyr sig... gæti svona NaglaBar rekið sig hér á landi?!?    Ef þetta yrði svona huggulegt þá yrði ég góður gestur þar.  
 

BLUSH  & gold
___________________________________________________________________________________________________________________


 

Beautiful !

 

 

S A R A  D Ö G G