MONTREAL

12 Jul 2016

Ég fór í fyrsta fluffustoppið mitt um helgina. Ég var svo lánsöm að fá tveggja daga stopp í Montreal, Kanada. 
Veðrið hefði þó getað verið betra en það var akkúrat rigning dagana sem við vorum þar. Ég lét hana ekki stoppa mig og þrammaði um borgina, verslaði, fór í sirkus og borðaði góðan mat. 
Það sem mér fannst standa hvað mest upp úr ferðinni var að fara að sjá Sircus De Soleil og að rölta um gamla bæinn. Hann er einstaklega sjarmerandi og fallegur, ég hefði viljað eyða meiri tíma þar en það er aldrei að vita nema ég fari þangað aftur fyrr eða síðar. 
Ég smellti nokkrum myndum á símann sem mig langar til að deila með ykkur. 

 Gay village 

 Chinatown

 Notre - Dame Basilica

 Sircus De Soleil

 Mögnuð sýning sem ég mæli eindregið með

 

Falleg sólarupprás á leiðinni heim

_______________________________________________________

Ég er strax farin að hlakka til næsta stopps en ég fer til Boston í næstu viku. 
Ég var nokkuð virk á snappinu um helgina og skal reyna vera það í Boston líka ef fólk hefur áhuga  á að fylgjast með mér þá er snappið mitt @kolavig.


-KAV