GOOD FINDS

13 Jul 2016

Alltaf finn ég ástæðu til að versla inn á heimilið, núna er það á "nýja" heimilið í Eyjum sem hýsir okkur yfir sumarið. 

Þessi færsla er ekki kostuð.

Það er mjög skrýtið að búa innan um annarra manna dót. Mér líður eins og ég sé hérna bara í orlofi, bara stutt stopp svo aftur heim í bæinn. En raunin er ekki sú, við munum dvelja hér í 5 mánuði og þá er um að gera að reyna gera íbúðina eitthvað örlítið persónulegri. Ég skottaðist því í smá búðarrölt (eins og ég geri flesta daga reyndar) og fann þennan tryllta blómavasa & skrín frá House Doctor, mynd frá Love Warriors og ilmkerti frá Meraki. 

Ég þarf sko aldeilis ekki að fara suður* til að finna eitthvað fallegt á heimilið. 

*Við eyjapeyjar-og pæjur segjum "að fara suður" þegar við förum í borgina. Ég er marg búin að heyra að það sé asnalegt en mér er alveg sama, við ætlum samt að halda áfram að segja þetta, útrætt mál!

 

 

S A R A  D Ö G G