Heima hjá Jennifer Aniston

23 Jul 2016

Okei, ég viðurkenni það að þetta innlit er alveg 5 ára gamalt og ég man eftir að hafa séð það í Architectural Digest á svipuðum tíma. Það breytir því ekki hvað það er skemmtilega öðruvísi, djarft og greinilega tímalaust ef það er enn fallegt. 

Heimilið hannaði hún sjálf með hjálp innanhúsarkitekts, og það gjörsamlega endurspeglar hana. Hennar ósk um heilarútlitið var "Zen" andrúmsloft en samt í takt við dramatískan "bjóða-fólki-heim" fýling. Mér finnst hún og hennar teymi hafa náð þessari blöndu fullkomlega. Að degi til er algjör retreat fýlingur en að kvöldi til gæti þetta fljótt breyst í kósý koníaksstofu. 
 

Ég hef alltaf verið og verð alltaf team Jennifer Aniston, hvernig er annað hægt?!

 

S A R A  D Ö G G

#INNLIT