Við gefum ULLARSETT

24 Jul 2016

Í samstarfi við Zo-On gefum við einum heppnum lesanda KRAFTUR ullarsett, peysa og buxur úr 100% Merino ull. 

Tilvalið fyrir næstu helgi og ekki stoppar það þar. Þessar flíkur eru eitthvað sem allir ættu að eiga í skápnum sínum til að grípa með í útileguna. Ullarfötin eru ekki bara hlý og falleg heldur einnig tímalaus og eiguleg. 

Slíkt sett hefur verið á óskalistanum mínum í langan tíma. Ég hef farið á 20+ þjóðhátíðir og ég hef upplifað allskonar veður. Oftar en einu sinni hefðu svona undirföt bjargað manni frá nístíngskaldri sunnanátt sem liggur beint upp í brekku þegar hún er hvössust. 

Ullarfötin frá Zo-On eru kynjalaus svo endilega taktu þátt, ef ekki fyrir þig þá fyrir hinn helminginn xx.

-   Like á færsluna & comment undir hana 

 

S A R A  D Ö G G

Ef heppnin er ekki með þér þá mæli ég með að hendast í næstu Zo-On verslun og festa kaup á þeim, þetta er fjári góð fjárfesting.