Þjóðhátíðar OUTFIT

26 Jul 2016

Þessi færsla er ekki kostuð, þetta er ekki staðalbúnaður - bara hugmynd að klæðnaði fyrir komandi helgi. 

Sú gula skartar sínu allra fegurðasta hér á Eyjunni fögru. Það er bongó blíða og spenningur & tilhlökkun er komin í manninn. Spáin framundan er ekki slæm heldur og útlitið er bara mjög gott, vonum bara að það haldist þannig. Dagurinn býður eiginlega ekki upp á neitt annað en að skella sér út í göngu með strákinn, kannski að maður kíkji niður í Herjólfsdal og fylgist með undirbúningnum, þetta gerist ekki að sjálfu sér get ég sagt ykkur. 

Þó að spáin sýni sólarglittu um helgina, í guðanna bænum komið samt með hlý föt og jafnvel nokkur lög af þeim. Veðrið hérna getur verið svo ótrúlega ófyrirsjáanlegt og það er ekkert gaman að sitja upp í brekku, krókna úr kulda og reyna að drekka í sig hita. Það er enginn að keppast um að vera mesta gellan eða gæjinn og vera með skvísulæti - Við setjum það algjörlega til hliðar á Þjóðhátíð.

Rokkum lopapeysurnar & hlífðarfötin og sjáumst hress að vanda í dalnum.


S A R A  D Ö G G