Pökkum fyrir þjóðhátíð!

27 Jul 2016

Að pakka fyrir Þjóðhátíð.

Ég er í sambúð með eyjamanni og hann fer alltaf á Þjóðhátíð.
Við fórum ekki í fyrra og þess vegna held ég að ég sé extra spennt þetta árið.
Fyrir mér er þetta hátíð með vinum og fjölskyldu svo get ég eiginlega ekki beðið eftir að hitta eyja pæjurnar eða með öðrum orðum Sörurnar mínar. 

Númer 1, 2 og 3 er að verða ekki kalt og svo er fínt að koma í veg fyrir það að verða blaut. 


Það er hægt að gera það á góðan og smart hátt, þrátt fyrir að útlitið sé alls ekki í 1. sæti.

Hér er það sem ég tek með mér.
Þetta er mikið frá sama fyrirtækinu en ég hef verið dugleg að safna mér þessu.

Undirföt/föðurland

Við Arnór fengum bæði svona í jólagjöf frá fjölskyldunni minni eitt árið og þetta er búið að bjarga mér þegar ég fer á þjóðhátið og uppí bústað. 
Þetta eru föt sem þú munt koma til með að eiga alla ævi og er klárlega eitthvað sem að ég held að endist manni til lengri tíma. 
Okkar er frá 66° norður.

Það er einnig hægt að fá svona undirföt frá ZO-On, en við erum einmitt að gefa þau hér í öðru bloggi. 


Sokkar

Það má alls ekki gleyma hlýjum sokkum. Ef þér er kalt á tánnum er þér kalt allstaðar. Þykkir og góðir ullarsokkar eru alveg must!
Taktu með þér nokkur pör því þú vilt ekki fara í blauta sokka ef þeir blotna.Vettlingar

Það sama gildir um vettlinga, mæli með því að vera alltaf hlýtt á puttunum.
Sá þessa í 66°norður og er að spá að fjárfesta í þeim, á þjóðhátíð er maður oft með símann uppi að snappa og taka myndir þá er sniðugt að vera með vettlinga sem maður getur notað síman með. Snjallsímavettlningar!Líka til gráir í ZO-ONHúfa eða eyrnaband

Það er svo vont að vera kalt á eyrunum ef það er rok í brekkunni.
Ég er alltaf með eyrnaband því mig klæjar svo oft undan húfum.
En verð að segja að nýju litirnir frá 66° húfunum finnst mér afskaplega fallegir og svo skemmir ekki hvað þær eru á góðu verði.
Ég keypti svona gráa fyrir kæró.


Þykk og góð peysa.

Hvort sem það sé lopapeysa eða hlý og góð ullarpeysa.
Ég á fallega lopapeysu sem tengdó prjónaði á mig fyrir eina þjóðhátíðina og ég ætla mér að sjálfsögðu að taka hana með.

Þessa peysu fékk ég að gjöf frá 66° og sé alveg fyrir mér að vera í föðurlandinu og þessari, ég krossa fingur að það verði nóg. 
Hún er þykk með rúllukraga og heldur vel hita.

Peysan var alltaf til bara í ljósgráum lit eins og í forsíðumyndinni en núna eru komnir 3 nýjir litir.
Dökkblár, gulur og grænn.
Ég var mjög lengi að velja á milli græna eða bláa.
Skoðaðu úrvalið hér.


Regnjakki

Ef það rignir þá viltu vera með regnjakka, þessi regnjakki frá Vero Moda og hann er mjög góður og flottur.
Það er komin sending á flottum regnjökkum í fallegum litum og kvennlegu sniði.
Þó það rigni ekki er samt bara flott og gott að vera í smá jakka yfir peysuna.
Hér er mynd af honum.
Hann kemur í svörtu, bláu og gulu.
Ég veit ekki hvað það er en mér finnst gulur regnjakki alltaf frekar töff.


Skór

Ég vona auðvitað að ég geti bara verið í strigaskóm yfir þjóðhátíðina og ekkert vesen.
Ekki samt fara í nýju hvítu Converse skónum ef þú ert ekki tilbúin að drulla þá alla út.
Stígvél, þú vilt taka með þér stígvél til öryggis.

Flott myndin sem Sara Dögg setti saman líka.

Betra að vera með of mikið af fötum en of lítið! 

____________
 

Munum að vera góð við hvort annað á Þjóðhátíð.

Hunsum ekki það sem við sjáum og stöndum saman, samfélagsleg ábyrgð skiptir máli!

Skemmtum okkur og höfum gaman ;)Marta Rún