Nafna mín fyrir heimilið

27 Jul 2016

ZARA Home er vikilega falleg búð sem ég get eytt mörgum stundum í. Þar sem ég eyddi seinustu dögum á Spáni og gat heimsótt verslunina og kíkt á nýju haustlínuna, verð ég eigilega að deila henni með ykkur. Uppistaðan eru hreinar línur, hvítt og metal. Ég var heilluð og þessi íbúð sem vörulínan er mynduð í váá...


Það er mikið af fallegum rúmteppum, rúmfötum, púðum og teppum eins og sést hér. Ég er búin að burðast með frá Spáni, rúmteppi, púða og teppi til að hafa á mínu rúmi og sé ég ekki eftir því


Þessi íbúð líkist fáum heimilum, en mikið væri ég til í að dvelja eina helgi þarna...


Hvítt, hvítt, hvítt...

Ef þú ferð inná heimasíðuna þeirra hérna, er hægt að sjá video af vörulínunni og úr þessari íbúð, verðugt að kíkja á.

SARA SJÖFN