NEW IN / ESSIE GEL COUTURE

28 Jul 2016

Ég skellti mér í Target í síðasta Boston stoppi og keypti meðal annars tvo liti úr nýju Essie línunni. 
Þau eru því miður ekki komin í sölu á Íslandi en vonandi mæta þau hingað fyrr en síðar.
Þetta eru æðisleg gellökk sem gefa fallega áferð og endast lengur á nöglunum en hin venjulegu lökk.
Mjög hentugt í minni vinnu þar sem við þurfum alltaf að vera með lakkaðar neglur og ekki skemmir fyrir þegar endingin er góð.
Ég set tvær umferðir af lakkinu og svo enda ég á einni umferð af topcoat sem er í hvíta glasinu.

Litirnir sem ég keypti heita Spiked with style (vínrauður) og Pinned up (ljósbleikur)
 

(Pinned up)

________________________________________________Mæli með þessari flottu formúlu, svo eru fullt af fallegum litum í línunni sem ég á örugglega eftir að bæta við í safnið mitt. 

Ég keypti mér svo nokkra hluti í Sephora og Nordstrom sem ég mun koma til með að sýna ykkur hér á blogginu fljótlega. 
Annars ætla ég að minna á snapschattið mitt, þar sýndi ég t.d. allt sem ég keypti í Sephora, Target og Marshalls í síðustu viku - kolavig


-KAV