Glæný íbúð Gigi Hadid

03 Aug 2016

Svona býr gyðjan. 

Ég fæ ekki nóg af þessari stelpu, mikið óskaplega þykir mér hún töff. 

Nýja glæsilega heimilið hennar í hjarta Manhattan er ekki af verri endanum. Gluggarnir ná frá gólfi upp til lofts sem er uppskrift af klikkuðu útsýni og mikið af náttúrulegri birtu sem flæðir um íbúðina. 

Frá báðum svefnherbergjunum eru prívat baðherbergi, þvílíkur draumur sem það er! Annað er frekar einfalt en stílhreint, hvítar flísar og viðar innréttingar. Hitt baðherbergið er aftur á móti allt úr marmara, gólf og veggir, og með frístandandi baðkari með útsýni yfir borgina. 
 

Stutt og laggott innlit að þessu sinni

S A R A  D Ö G G