VERSLUNARMANNAHELGIN MÍN

04 Aug 2016

Ég átti mjög notalega verslunarmannahelgi í góða veðrinu hér fyrir sunnan. 
Hún var þó í rólegri kanntinum að þessu sinni í faðmi fjölskyldunnar.
Við kíktum upp í kjós, borðuðum góðan mat, fórum í bæinn og höfðum það huggulegt. 
 



Á sunnudeginum fórum við á Krás matarmarkaðinn í Fógetagarðinum. Ótrúlega skemmtileg stemning og góður matur, mæli með !

 



Dress:
Buxur: h&m coachella // Skyrta: Forever21 // Hattur: Target // Skór: Vagabond


Loksins er ég búin að smakka Brauð&co og vá hvað það er gott! Brauðið geggjað og ég tala nú ekki um kanilsnúðana, ég er mikill snúðaaðdáandi og þessir toppa allt!


Helgin endaði svo á flugi til Toronto á frídegi verslunarmanna með eðal skvísum. 

Stutt en skemmtileg ferð sem fór að mestu í verslunarleiðangur. 
Ég sýndi góssið á snappinu mínu í gærkvöldi fyrir áhugasama - kolavig

_________________________________________

-KAV