DIY Veggfóður

05 Aug 2016

Ég er DIY fíkill og ég viðurkenni það fúslega. Ef ég fæ föndur-fluguna í hausinn þá þarf ég að framkvæma hana og það strax!

Ég hef oftar en einu sinni tekið mig til og búið til mitt eigið veggfóður á veggina mína. Af þeirri reynslu langar mig að ráðleggja ykkur þetta.. ekki fara í of stórar framkvæmdir þar sem mikla nákvæmni er þörf á, reynið að sleppa því að stensla - teip og málning er málið.

Ég hef alveg brennt mig á því að ætla að stensla rosa flott mynstur á heilan vegg, svo þegar verkið var hálfnað þá gafst ég upp og skipti um skoðun á því hvernig herbergið ætti að lýta út. Ég hætti við allt saman þrátt fyrri alla þessa vinnu sem ég hafði lagt í þetta og á hverjum morgni blasir við mér þessi óklári veggur. Ég hef það bara ekki í mér að mála yfir stenslið þar sem þetta tók mig óralangan tíma, svita og nokkur tár. Ég ætla að taka svefnóið örlítið í gegn núna í haust þegar ég flyt aftur, þá verður þessi veggur tekinn fyrir og málaður í stíl við hinn helminginn, einlitur svartur. 

Forstofan mín skartar svörtum og hvítum láréttum röndum og hefur gert í nokkur ár. Ég hef ekki enn fengið leið á henni enda stækkaði ég hana til muna með þessari aðferð.

Núna fyrr í sumar gerði ég lítið DIY veggskraut í herbergið hans Nóels. Engin málningarvinna, bara útskorið mynstur sem ég bjó til með teipi. Hlakka til að sýna ykkur útkomuna þegar herbergið verður tilbúið. 

Hér eru nokkur veggfóður sem ég fann á Pinterest sem þú getur framkvæmt sjálf. 
Pin away ef eitthvað heillar þig og þú vilt ganga til verks. 

Gangi ykkur vel og munið - Þolinmæði þrautir vinnur allar.
 

áhald: túss

 

áhöld: pensill & málning

 

áhald: teip

 

áhöld: teip & málning

 

fallegt í barnaherbergi..

- eða eitthvað einfalt eins og snæri og límmiða..

 

S A R A  D Ö G G

 

#DIY