Black wishlist

06 Aug 2016

Mig langar!

þessi færsla er ekki kostuð

Endalaust getur maður látið sig dreyma. Ég fékk smá kítl í puttana þegar ég var að setja þennan óskalista saman, þannig kítl að mig langaði bara að taka upp kreditkortið, aaaalll mine og skammast mín svo seinna. Ég er tiltölulega nýorðin kreditkortahafi - Hvers vegna núna, svona seint? Jú því árum áður þá dansaði ég þarna á línunni að vera kaupalki, ég leyfði mér bókstaflega allt og þá sérstaklega þegar kom að fata- og skókaupum. Tíminn er annar og ég hef róast í þessari neysluhyggju, ég er samt hvergi nærri því að hætt að skoða og langa. 


Þessa stundina er það svart í safnið : 

Malsjö skápur frá IKEA. Mig dauðlangar í svartan glerskáp, ég sætti mig meira að segja við notaðan gamlan úr við sem ég myndi síðan mála svartan. Einn Malsjö skápur myndi ekki einu sinni duga mér, ég þarf tvo til að hafa hlið við hlið.

ZARA city bag - Mig vantar nýtt veski í nákvæmlega þessari stærð. Nógu stórt til þess að geyma nauðsynjar + snyrtidót og alveg nógu lítið til þess að nenna að hafa hangandi á sér þau kvöld sem maður setur á sig varalit og öskrar með Euphoria.

Campo Iron gólflampi frá LÝSING & HÖNNUN. Ég þarf þennan! Hann beygist fullkomlega yfir sófasettið og gefur mér birtu á meðan ég blogga. 

HOUSE DOCTOR vörur, vasi og skraut. Ég segi skraut því ég veit ekkert hvað ég á að kalla þetta. Þetta þjónar litlum tilgangi en er fallegt fyrir augað. Þennan vasa er ég líka lengi búin að þrá, mynstrið kallar á mig að eignast sig. 

Kate Moss bókin fæst á AMAZON. Hún ásamt mörgum öðrum fallegum bókatitlum eru á mínum óskalista. Ég elska að skreyta heimilið mitt með bókum og glugga í þær af og til.

______

ALL BLACK EVERYTHING

 

S A R A  D Ö G G