Næringabomba

06 Aug 2016

fínasta næring á laugardegi!

 

Ég var að gera svona smá heilanæringu fyrir mig & Sæmund svona í morgunsárið. Honum finnst þetta alltaf jafn gott & mér líka. Ég er algjör slumpari þess vegna er þessi uppskrift ekkert heilög, hráefnið skiptir meira máli!

 

 

 

 

1. MÖNDLUMJÓLK

Ég byrja á að setja í kringum 250 ml af möndlumjólk í könnu. En hún hjálpar til við að styrkja beinin okkar, gefur okkur þennan ljóma í húðina & hjálpar meltingunni sem að er gott. 

 

2. BANANI

Ég set síðann einn banana. Hann hjálpar meðal annars að koma þungmálmum úr meltingarveginum, hann er andoxunarmikill & hann örvar einnig heilbrigða bakteríuflóru í maganum. 

 

3. BLÁBER

Ég set rúmlega heilan bolla af bláberjum. En bláberin eru þekkt fyrir að vera umboðsmaður heilans. En þau eru svo rík af andoxun & fleiri góðum efnum. Þau eru einnig bólguminnkandi, sem að mér þykir mikilvægt þar sem að allir lífstílssjúkdómar koma út frá bólgum í líkamanum. 

 

4. BROKKÓLÍ

ég set bara 2-3 stór frosin brokkólí ofan í. En þau eru svo rík af trefjum & svo hafa þau einnig bólguminnkandi áhrif sem að þykir svo gott. Það er einnig gott magn af prótíni í brokkólí, það eru ekki margir sem vita það & ég var ein þeirra. 

 

5. HÖRFRÆ & HÖRFRÆOLÍA

ég set alltaf smá hörfræ ofan í booztin vegna þess að þau eru eins & skrúbbur fyrir meltingarveginn. En hörfræ olíuna set ég síðan þegar ég er búin að blanda booztið. En hún hjálpar líkamanum að draga öll vítamínin betur til sín frá hráefnunum sem þú setur ofan í. 

 

6. REISHI SVEPPUR

Ég hef mikið dásamað þessa tvo sveppi Reishi & Chaga en þetta er hollasta fæða sem að völ er á. Þess vegna fær þetta alltaf að fylgja með þegar ég geri sjeik fyrir okkur fjölskylduna. Mæli með að fólk kynni sér þessa tvo sveppi, ef ég ætlaði að skrifa allt um þá, þá væri þetta margra blaðsíðna ritgerð.

 

7. HUNANG

Ég set stundum sirka 1-2 tsk af hunangi útí til að bragðbæta aðeins. Þetta er líka þekkt sem náttúrleg & fljót orka, það á það til að fara beint útí blóðstreymið sem að gefur okkur smá boozt!

 

 

8. BEE POLLEN

Þetta gula sem þið sjáið ofan á drykknum er sem sagt bee pollen & fæst í Fjarðakaupum. Þetta er C vítamín bomba, ríkt af andoxun & ver lifrina fyrir eiturefnum. 

 

9. LUCUMA DUFT

Þetta kaupi ég frá henni Sollu. Þetta er svakalega steinefnaríkt & gerir mikið fyrir ónæmiskerfið. Þetta hefur líka smá sæta áferð sem að gerir þetta svo gott útí boozt.

 

x sylvia

#fredrikbagger #næringarboozt #smoothie