DÖKK & STÍLISERUÐ

08 Aug 2016

Þessi fallega dökk-málaða íbúð fann ég að fasteignasölunni Alvhem, ég hef skirfað um þetta áður, en það getur verið eins og að skoða gott heimilisblogg að kíkja á myndir þar. Fallegar íbúðir sem eru teknar af afar færum ljósmyndurum og stíliseraðar af einhverjum smekklegum.

Þessi stofa er afar sjarmerandi og gluggarnir skemmtilegir


Falleg smáatriði leynast víða


Sófaborðið frá Vitra er klassískt og fallegt


Plöntur í hverjum glugga... 


Mig dreymir um aðstöðu sem þessa, nóg pláss, sérð allt og getur haft skipulagið uppá tíu, eða svona næstum því...


Plöntu og blómasafn þessa íbúðareiganda eru að mínu skapi


MYNDIR :ALVHEM

Fyrir fleirri innlit smellur hér!

SARA SJÖFN

#INNLIT