NEW IN: SEPHORA & NORDSTROM

10 Aug 2016

Færslan er ekki kostuð

Ég var víst búin að lofa að gera færslu um vörurnar sem ég verslaði mér þegar ég fór til Boston í júlí. 
Ég ákvað að bíða aðeins með hana þar sem að mig langaði til þess að prufa vörurnar í smá tíma áður en ég gæfi álit.

_______________________________________________
 

Ég pantaði mér tvo hluti af Nordstrom, farða og prep sprey. 


1. Charlotte Tilbury - Magic Foundation

Farðinn er frá Charlotte Tilbury. Merki sem ég er að prufa í fyrsta skipti og hef ekki mikið vit á. Ég einfaldlega varð að panta þetta meik eftir að hafa séð marga snappara tala um það, bæði íslenska og erlenda. 
Ég hef núna verið að nota það í ca. hálfan mánuð og það stenst klárlega undir væntingum.
Ég set þunnt lag svona dagsdaglega og í flugum en hef einnig verið að nota það við fínni tilefni þegar ég vill fá örlítið meiri þekju. 
Ég keypti lit nr. 4 sem hentar mér mjög vel.
Hægt er að versla farðann hér.
 

2. Urban Decay Vitamin- Infused Complexion Prep Spray

Seinni varan er frá Urban Decay.
Það eru margar búnar að mæla með þessu spreyi við mig þannig ég ákvað að slá til. Ég keypti minni útgáfuna, þægilegt að ferðast með.
Ég hef líka verið að nota það í hálfan mánuð og set það á bera húðina áður en ég set krem og allt annað og finnst það fríska vel upp á húðina.
Hægt er að versla spreyið hérSíðan pantaði ég mér nokkra hluti af Sephora

1. Origins Drink Up - Intensive Overnight mask

Ég get ekki sagt að ég sé nein svaka maska kona enda bara prufað maskana frá Bláa Lóninu. Ég er mjög vanaföst manneskja en ákvað samt að breyta til og kaupa þennan umtalaða maska frá Origins. Það sem ég fíla við hann er að þetta er næturmaski sem að gefur húðinni góðan raka. 
Það er klárlega eitthvað sem við fluffurnar þurfum að passa upp á því að húðin á það til að þorna í háloftunum. 
So far so good! þannig að ég leyfi mér að mæla með honum. Fæst hér.

2. Tartelette Tease - augnskugga palletta

Fyrsta varan sem ég eignast frá merkinu Tarte en ég hef verið mjög spennt fyrir merkinu og langað að eignast þessa pallettu í smá tíma. 
Þessi er fullkomin í ferðalög, lítil og nett og hægt að gera fullt af fallegum lookum með henni. 
Ég á reyndar eftir að stúdera hana betur en er mjög hrifin af litunum. 
Hægt að sjá þá betur hér.

3. First Aid Beauty - Ultra Repair Cream

To be honest þá keypti ég þetta krem án þess að lesa lýsinguna á því. Ég sá bara að það stóð 'Intensive Hydration' og þá var ég sold.
Eftir nánari athugun sé ég að innihaldsefnin eru til fyrirmyndar og án parabena. 
Mæli með að skoða þetta myndskeið ef þið hafið áhuga á að kynnast vörunni betur.  
Kremið fæst hér og einnig á fotia.is
 

4. First Aid Beauty - Ultra repair Hydrating serum 

Jújú, ég keypti semsagt serum-ið líka. Ég ætla aldeilis ekki að þorna upp eins og sést á þessum vörulista hjá mér. 
Ég byrjaði að nota serum fyrir ca. 2 árum og er orðin háð því.
Þetta er að standast allar mínar kröfur, ég hef verið að nota það undir kremið og finnst það vinna mjög vel saman. 
Fæst hér og einnig á fotia.is 

Ég er hæstánægð með vörurnar hér að ofan og er strax komin með óskalista fyrir næsta stopp. 
Ég er mjög spennt að prufa augnkremið og varasalvann frá First Aid Beauty. 

___________________________________________


-KAV