MAÍ - Garðatorgi

12 Aug 2016

Falleg verslun sem að allir ættu að kynna sér 

 

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég kíkti í vikunni á Maí sem að er staðsett á Garðatorgi en ég uppgvötaði þessa búð þegar ég fór að kaupa góða Matcha te-ið mitt frá þeim. Ég alveg elska Teatox vörurnar frá þeim & nota matchað óspart í boozt. 

 

 

Mig langar að prófa allt frá þeim en ég hef reyndar einungis prófað Daily Balance & Natureal Defense, það er mjög gott svo er enn betra hvað það gerir manni gott. 

 

 

Fullkomin motta fyrir heimilið!

 

En gestir geta fengið sér sæti í búðinni fengið að smakka smá te & skoðað hinar fallegu gjafavörurnar þeirra.

 

Svo fallegar vörurnar sem að til eru í búðinni, maður verður alveg veikur!

 

 

Svo eru þau að selja þetta salt! Mér finnst þetta alveg tilvalin gjöf, svo er þetta líka fallegt á borði. 

 

 

Fullkomið í matargerðina!

Ég mæli hiklaust með að fólk geri sér ferð á Garðatorgið, kíkji við! Garðatorgið er orðið að litlu & krúttlegu samfélagi. Fullt af skemmtilegum verslunum sem & veitingastöðum. 

x sylvia

#maí #teatox #salt #conseptstore