NEW SHOES / BIANCO

13 Aug 2016

Færslan er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálf. 
 

Ég bara verð að dásama þessa fallegu skó sem ég keypti mér nýverið í Bianco
Ég lýg ekki þegar ég segist vera búin að leita af svona skóm í mörg ár. Támjóum, töffaralegum og úr rúskinni. Það er alltaf eitthvað sem stoppar mig. Of óþægilegir, skrautlegir eða e-h annað off. 

Ég bjóst svo sem alveg við því að þessir myndu ekki passa eða yrðu óþægilegir en svo var aldeilis ekki!
Þvílík gleði þegar ég fann að þeir meiddu mig ekki, ég hef hingað til ekki getað keypt mér skó með mjórri tá út af óþægindum.
Þessir eru temmilega támjóir fyrir minn smekk og láta mann ekki líta út fyrir að vera á skíðum sem er alltaf plús! 

___________________________________________________
 

Ég mæli með að kíkja á nýju vörurnar í Bianco, fullt af fallegum skóm fyrir haustið.

_________________________________________

-KAV