BACK TO SCHOOL OUTFIT

14 Aug 2016

Ég ákvað að setja saman smá svona 'Back to school' outfit í tilefni þess að skólarnir eru komnir aftur á fullt og haustið að taka við. 

Ég kíkti við í Lindex í síðustu viku og rakst á þennan flotta biker "leðurjakka". 
Sniðið er fullkomið að mínu mati og hentar vel fyrir þær sem eru að leita sér að töffaralegum biker jakka fyrir haustið. 
Hvíti bolurinn er síðerma, laus og víður sem ég girði ofan í buxurnar. Ég tók hann í XL því ég fíla að hafa hann stóran og að hann nái niður fyrir rass. 
 
Ég gerði færslu um bandana klúta fyrir ekki svo löngu (sjá hér) og það má með sönnu segja að ég sé orðin mikill bandana aðdáandi! 
Klútinn og bolinn fékk ég einnig í Lindex á slikk.
Klúturinn kostaði um 1.500 kr og bolurinn um 2.000 kr. 

Buxurnar eru líka nýlegar úr h&m en ég hef verið að leita mér af hinum fullkomnu boyfriend gallabuxum í þónokkurn tíma og tel mig loksins hafa fundið þær. 

Skóna fjallaði ég um í síðustu færslu, þeir eru úr Bianco en þið getið skoðað þá nánar hér

 

Outfit

Bolur: Lindex

Buxur: h&m 

Klútur: Lindex 

Jakki: Lindex 

Skór: Bianco 

Sólgleraugu: Rayban Clubmaster

_____________________________________


-KAV