Brunch með stelpunum

15 Aug 2016

Ég skellti mér í borgina um helgina og tók smá brunch-date með stelpunum mínum. Það var frekar langt síðan að ég sá þær síðast svo að tilhlökkunin var mikil að hitta þær og hlægja með þeim. Það bara klikkar ekki þegar við hittumst, það er alltaf jafn gaman hjá okkur og ég alveg elska þessa hittinga. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Að þessu sinni ákváðum við að prófa nýja staðinn í JL húsinu út á Granda sem heitir BAZAAR. Staður sem býr yfir miklum retro 60s sjarma, sem er ótrúlega skemmtileg & fersk tilbreyting á hönnun á veitingastað hérna á landi.

Mjög svo kúl bragur á flottu umhverfi til að snæða í góðra vina hópi - Ég mæli hiklaust með honum!

Maturinn fær líka topp einkunn og ég hef líklega aldrei fengið jafn mikinn valkvíða af einum matseðli. Það hljómaði allt guðdómlega vel á honum. Sjá matseðil hér.

Ég tók nokkrar myndir af rýminu í kringum mig fyrir ykkur til að sjá...

 

 

mmm.. alltaf tilefni fyrir Mímósa 

 

 

Til vinstri: Gulrótar- og kúrbítsbuff (vegan & glúteinlaust) og Sveppapizza með truffluolíu.
Til hægri: Bazaar borgarinn.

 

YUM!

 

S A R A  D Ö G G