Bjargvættur Sumarsins - Apple Smart Battery Case

22 Aug 2016

Ég held að flestir iphone notendur glími við sama vandamálið.. Batteríið! 

Líftíminn á því er því miður mjög lélegur, sérstaklega yfir langa annasama daga. Einkum þegar maður er að nota símann mikið sem myndavél á flakki og væri þá æskilegt að hann entist allan daginn. Ég var í smá veseni með þetta á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar þar sem leikdagarnir voru mjög langir og maður hafði ekki beint tíma í að skella símanum í hleðslu í nokkrar klst inn á milli. Ég hef í gegnum tíðina keypt nokkur "hleðslustykki" sem maður hefur í töskunni og eru með snúru en annaðhvort gleymi ég að hlaða það áður en ég fer út eða gleymi að taka það með mér. Svo er líka hálf pirrandi að vera alltaf með snúruna útum allt í töskunni og síminn að flækjast í. 

Ég ákvað að henda þessu hingað inn þar sem ég hef í sumar verið spurð svo ótrúlega oft hvað í ósköpunum ég sé nú með utanum símann. Og nokkrir vinir mínir fjárfest í hulstrinu síðan og elska það. Það var ótrúlega þæginlegt að þurfa ekki að spá í betteríinu eða símanum meira restina af ferðinni þar sem það entist frá morgni til kvölds og gott betur en það. Á ferðalögum er jú líka mikilvægt að hafa hlaðinn síma af öryggisástæðum. Hulstrið er frá Apple og ætti að fást í öllum búðum á þeirra vegum. Það besta við það er að sama hleðsla er notuð og maður þarf í rauninni aldrei að taka símann úr. 

Hægt er að skoða hulstrið nánar hér. 

 

xxx