VEGGIE BALLS

22 Aug 2016

Ég ákvað að prufa að gerast grænmetisæta í 7 daga. Ég gerði það að mestu leyti til þess að elda fleirri grænmetisrétti og prufa mig áfram. Þetta gekk mjög vel og er auðveldara en maður heldur.


Ég gæti alveg gert þetta oftar.  Gæti líka hugsað mér grænmetis janúar eftir allt kjötið í desember.

Ég gerði grænmetisbollur frá the Meatball Shop bókinni minni.
Þær voru mjög góðar og "cruncy" og ég mun klárlega gera þær aftur.
Eini gallinn er að þær taka smá tíma að gera, en á endanum þess virði.

2 bollar linsubaunir
1/4 bolli olífu olía
1 laukur (smátt saxaður)
2 gulrætur (smátt saxaðar)
2 sellerístyklar (smátt saxaðir)
1 pressaður hvítlauksgeiri
2 teskeiðar salt
2 matskeiðar tómatapúrri
1 pakki sveppir eða um 200 grömm.
3 egg
1/2 bolli rifinn parmesanostur
1/2 bolli brauðrasp
1/2 saxaður kóríander
1/4 bolli valhentur

1. Sjóðið 2 lítra af vatni í potti og hellið linsubauninum í.
Lækkið svo hitan og látið þær malla í pottinum í um 25 mínútur á lágum hita. 
Siktið baunirnar frá og látið þær aðeins standa og kælast.

2. Setjið 1/4 bolla af olivu olíu á stóra pönnu og steikið laukinn, gulræturnar, sellerlí, hvílaukinn og salt á miðlungs hita.
Passið að hæra í pönunni reglulega og steikið þangað til grænmetið er aðeins byrjað að mýkjast og brúnast.
Bætið við tómatpúrranum og blandið öllu sama. Bættu svo við sveppum og hrærðu saman í 15 mínutur í viðbót eða þangað til það er engin vökvi eftir. Slökktu svo á hitanum, settu blönduna í stóra skál og leyfðu grænmetis blöndunni að ná stofuhita. Þegar það er búið að kólnað aðeins þá bætir þú linsubaununum við og hrærið vel saman.

3. Bætið við eggjunum, parmesan ostinum, brauðraspinu, steinseljunni, valhnetunum og hrærið saman.
Setjið blönduna inní ísskáp í sirka hálftíma.

4. Stillið ofninn í 200°
Settu ólífu olíu í eldfastmót þannig að hún nái yfir allt formið.

5. Búið til golfkúlu stærðir úr grænmetisbollunum.
Passið að bollurnar séu vel þéttar.
Raðið þeim í mótið og hafið smá pláss á milli þeirra.

6. Bakið í 30 mínútur.
 
Ég ákvað að gera samloku úr þeim. Var með spelt pítubrauð, grænmetissmyrju (þessi er keypt í Nettó og er mjög góð á samlokur, pizzur og fleira), salat, pestó og parmesan. #meatlessmonday

Marta Rún