Á LEIÐINNI

24 Aug 2016

Ég get ekki beðið eftir að fá tvo hluti í hendurnar sem ég pantaði mér fyrir stuttu síðan. 
Fyrst eru það Hunter stígvélin góðu. Mig er búið að langa í þau í nokkur ár en aldrei getað ákveðið hvaða týpu.
Ég sé það núna eftir að ég eignaðist hund að chelsea boots henta mér langbest.
Það verður mjög þægilegt að henda sér í gúmmítúttur og regnkápu í íslensku rigningunni. 
Ég var í veseni með að panta af official hunter heimasíðunni þannig að ég pantaði þau af amazon.Hinn hluturinn er þessi flotta derhúfa. Ég er nýbyrjuð að ganga með derhúfur og elska það. 
Mér finnst þó kominn tími á nýja en ég er alltaf með gamla New York Yankees húfu af Bjarna sem hann átti þegar hann var 10 ára. 
Derhúfuna pantaði ég af Urban Outfitters en hægt er að klikka á linkinn hér


Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að opna pakkana með mér á snapchattinu mínu þegar að því kemur. 
Notendanafnið mitt þar er kolavig.

________________________________________________________

 

-KAV