INSTAGRAM MÁNAÐARINS

29 Aug 2016

Ég er að spá að vera með smá nýjan lið hjá mér þar sem að ég vel instagram mánaðarins.
Þá eru það einstaklingar eða fyrirtæki sem ég er að fylgja og veita mér innblástur.
Stuttar og laggóðar færslur fyrir þá sem hafa áhuga á fallegum matarmyndum, ljósmyndum og skemmtilegu fólki.

Fyrsti sem fær þann heiður að vera instagrammari mánaðarins er sjálfur Frederik Bagger.
Hann aðskilur ekki fyrirtækið sitt og hans persónulega líf og er með það allt á einum instagramaðgangi.
Mér finnst það mjög skemmtilegt því þá færðu smá tilfinningu fyrir því hver hönnuðurinn er. 
Ég er að vinna með honum aðeins á instagram og er hann duglegur að "reposta" myndum eftir mig sem að mér finnst mjög skemmtilegt.
Hann er að gera glös ,borðbúnað og fleira og hafa vörurnar hans slegið í gegn.
Vörunar hans má finna í NORR11 og Snúrunni á Íslandi


@frederikbaggerdk

Þetta er einmitt mynd frá henni Söru Dögg @sdgudjons
#instagram #frederikbagger 

Fylgstu með mér á instagram

@martaarun